Listi yfir CSI:Miami (5. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimmta þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 18. september 2006 og sýndir voru 24 þættir.

Leikaraskipti[breyta | breyta frumkóða]

Leikararnir Rex Linn og Eva LaRue eru gerðir að aðalleikurum.

Fróðleikur[breyta | breyta frumkóða]

Íslendingurinn Egill Örn Egilsson, leikstýrir þáttunum Death Eminent, A Grizzly Murder og Just Murdered.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Rio Sunil Nayar Joe Chappelle 18.09.2006 1 - 98
Horatio og Delko ferðast til Brasilíu í leit sinni að Riaz, morðingja Marisol.
Going Under Marc Dube og John Haynes Matt Earl Beesley 25.09.2006 2 - 99
Óþekkt ökutæki neyðir bíl Calleighs af veginum og í vatnið með hana innanborðs, með þeim afleiðingum að sönnunargögnin í bílnum eyðileggjast.
Death Pool 100 Ann Donahue og Elizabeth Devine Sam Hill 02.10.2006 3 - 100
CSI liðið rannsakar tvöfalt morð í veislu skartgriparhönnuðar í bænum.
If Looks Could Kill Ildy Modrovich og Barry O´Brien Scott Lautanen 09.10.2006 4 - 101
CSI liðið rannsakar andlát karlfyrirsætu sem finnst fastur undir báti.
Death Emninet Corey Miller og Brian Davidson Egill Örn Egilsson 16.10.2006 5 - 102
Lík stjórnmálamanns borgarinnar finnst í tómu húsi. Íbúar hverfisins voru í uppnámi, því hann studdi lög sem myndu leyfa ríkinu að neyða þau úr heimilum sínum. CSI liðið átti erfitt með að komast að því hver drap hann.
Curse of the Coffin Sunil Nayar og Krystal Houghton Joe Chappelle 23.10.2006 6 - 103
Þegar lík konu sem trúir á Santeria, sem er blanda af kaþólsku og afrísku vúdó, finnst þá verða allir á rannsóknarstofunni hræddir þegar ýmis atvik byrja að gerast á stofunni.
High Octane Marc Dube Sam Hill 06.11.2006 7 - 104
Áhættuleikari lætur lífið í miðri bílasýningu.
Darkroom John Haynes Karen Gaviola 13.11.2006 8 - 105
Rannsókn á raðmorðum verður persónuleg þegar DNA sýni á glæpavettvangi sýnir að systir Nataliu, Anna, er ein af þeim sem hefur verið rænt. Þátturinn er byggður á ljósmyndaranum William Richard Bradford sem tók myndir af konum þar á meðal Eva LaRue. [1]
Going Going Gone Elizabeth Devine Matt Earl Beesley 20.11.2006 9 - 106
Ung kona finnst myrt eftir að hafa verið boðin upp á uppboði.
Come As You Are Brian Davidson Joe Chappelle 27.11.2006 10 - 107
Hermaður finnst myrtur á skotæfingasvæði með mismunandi byssukúlugöt í sér, en ekkert blóð á vettvangi. CSI liðið tengir morðið við andlát hermanns í Írak.
Backstabbers Barry O´Brien Gina Lamar 11.12.2006 11 - 108
Þegar grunaður hryðjuverkamaður, Sonya Barak, er elt af sínu eigin fólki, þá lætur hún sig hverfa. Horatio reynir að finna hana.
Internal Affairs Corey Miller Scott Lautanen 08.01.2007 12 - 109
Nick, fyrrverandi eiginmaður Nataliu er myrtur og hún handtekin fyrir morðið þegar sönnunargögn benda til þess að hún hafi gert það, en Horatio reynir að hreinsa nafn hennar.
Throwing Heat Krystal Houghton Joe Chappelle 22.01.2007 13 - 110
Eftir að Frank stígur á jarðsprengju á glæpavettvangi, þá verður Horatio og sprengjusveitin að aftengja hana sem fyrst þannig að hún springi ekki.
No Man´s Land Dominic Abeyta Scott Lautanen 05.02.2007 14 - 111
Líf tveggja CSI liðsmanna er sett á oddinn þegar gamall óvinur Horatio skýtur upp kollinum.
Man Down Ildy Modrovich Karen Gaviola 12.02.2007 15 - 112
Ráðist er á Horatio og Delko þegar þeir eru að leita að týndum manni og meðlimur CSI slasast.
Broken Home Barry O´Brien og Krystal Houghton Sam Hill 19.02.2007 16 - 113
Foreldrar barnapíu finnast myrtir nálægt því húsi sem hún er að passa í.
A Grizzly Murder Elizabeth Devine og Brian Davidson Egill Örn Egilsson 26.02.2007 17 - 114
Ráðist er á veiðimann og er drepinn af svartabirni en sönnunargögn sýna að fórnarlambið hafi verið notað sem beita.
'Triple Threat Corey Miller og Sunil Nayar Scott Lautanen 19.03.2007 18 - 115
Ríkur fasteignasali finnst myrtur í veislu konu sinnar. Síðar, finnst lík af konu á vinnusvæði sem fórnarlambið á.
Bloodline John Haynes og Marc Dube Carey Meyer 09.04.2007 19 - 116
Horatio grunar að fylkisstarfsmaður og eigendur spilavítis tengist morði þegar lík finnst nálægt spilavítinu.
Rush Ildy Modrovich og Krystal Houghton Sam Hill 16.04.2007 20 - 117
Horatio rannsakar morð á kvikmyndastjörnu.
Just Murdered Ty Scott Egill Örn Egilsson 23.04.2007 21 - 118
Erfiður skilnaður endar í dauða hjákonu eiginmannsins og fleiri andlát fylgja á eftir.
Burned Corey Evett og Matt Partney Anthony Hemingway 30.04.2007 22 - 119
Maður deyr í húsbruna en kærasta hans kemst lífs af.
Kill Switch Corey Miller og Marc Dube Scott Lautanen 07.05.2007 23 - 120
Bílræningi finnst myrtur og CSI liðið uppgvötar tengsl við eiturlyfjabarón.
Born to Kill Sunil Nayar og Ann Donahue Karen Gaviola 14.05.2007 24 - 121
CSI liðið leitar að raðmorðingja sem merkir fórnarlömb sín með "Y" merki.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]