Listi yfir CSI: Miami (2. þáttaröð)
Útlit
(Endurbeint frá Listi yfir CSI:Miami (2. þáttaröð))
Önnur þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 23. september 2003 og sýndir voru 24 þættir.
Söguþráðs skipti
[breyta | breyta frumkóða]Söguþráðs-skipti verða þegar Horatio fer til New York og aðstoðar CSI: NY liðið undir handleiðslu Mac Taylor leikinn af Gary Sinise.
Aðalleikarar
[breyta | breyta frumkóða]- David Caruso sem Horatio Caine
- Emily Procter sem Calleigh Duquesne
- Adam Rodriguez sem Eric Delko
- Khandi Alexander sem Alexx Woods
- Rory Cochrane sem Tim Speedle
Þættir
[breyta | breyta frumkóða]Titill | Höfundur | Leikstjóri | Sýnt í U.S.A. | Þáttur nr. |
---|---|---|---|---|
Blood Brothers | Ann Donahue | Danny Cannon | 23.09.2003 | 1 - 25 |
Horatio rannsakar morð á fyrirsætu sem var keyrð yfir fyrir framan hótel. Þegar sönnunargögn leiðir hann að hinum grunaða, þá stoppa yfirvöld hann. Horatio og Yelina byrja að horfast í augu við tilfinningar sínar gagnvart hvort öðru. | ||||
'Dead Zone | Michael Ostrowski | Joe Chappelle | 29.09.2003 | 2 - 26 |
Lík af manni finnst fastur upp við vegg með spjót í gegnum sig í bát sínum. Málið tengist stolnum fjársjóði. | ||||
Hard Time | Steven Maeda | David Grossman | 06.10.2003 | 3 - 27 |
Horatio leitar að manni sem er grunaður um að hafa ráðist á konu í tómri íbúð og barið hana með tréspýtu. | ||||
Death Grip | Elisabeth Devine | Deran Sarafian | 13.10.2003 | 4 - 28 |
CSI liðið leitar að ungri tennis stjörnu sem var rænt úr svefnherbergi sínu, rannsóknin leiðir liðið að vatnsfarveg þar sem handleggur stúlku finnst í maga krókódíls. | ||||
The Best Defence | Shane Brennan | Scott Lautanen | 20.10.2003 | 5 - 29 |
Tveir ungir eigendur bars eru skotnir til bana eftir lokun og þriðji maðurinn liggur alvarlega slasaður. Á meðan, þá tilkynnir faðir Calleighs að hann sé farinn að vinna sem lögfræðingur aftur og þarf á hjálp hennar að halda, þegar kona er sökuð um að hafa stungið kærasta sinn til bana með skrúfjárni. | ||||
Hurricane Anthony | Ildy Modrovich og Laurence Walsh | Joe Chappelle | 03.11.2003 | 6 - 30 |
Þegar hjón keyra í burtu þegar fellibylur nálgast hratt, þá keyra þau á mann. Horatio kemst að því að maðurinn var látinn áður en hann lenti á bílnum. Síðan finnur Horatio annað fórnarlamb fellibylsins sem er fastur í gyrðingu sem hefur farið í gegnum hann. Þegar CSI liðið byrjar að rannsaka eftirmála fellibylsins þá kemur í ljós að þessi tvö mál tengjast. Á sama tíma þá verður Calleigh vitni að því þegar maður er að stela úr húsi, og kemst svo að því að fyrrverandi eiginkona hans er inni í húsinu látin eftir að hafa verið skotin til bana. | ||||
Grand Prix | Michael Ostrowski og Steven Maeda | David Grossman | 10.11.2003 | 7 - 31 |
Starfsmaður kappakstursliðs brennur til bana í miðri keppni Grand Prix Americas. | ||||
Big Brother | Ann Donahue og Jonathan Glassner | Joe Chappelle | 17.11.2003 | 8 - 32 |
Horatio eltir uppi morðingja bróður síns og kemst að stóru leyndarmáli um bróður sinn þegar Susie, fyrrverandi eitulyfjaneytandi kemur í heimsókn. CSI liðið rannsakar internetsíðu sem tengist morði á verðbréfamiðlara. | ||||
Bait | Steven Maeda og Shane Brennan | Deran Sarafian | 24.11.2003 | 9 - 33 |
Ung kona er ráðist á af hákarli og deyr, en svo virðist sem hún hafi verið skotin fyrst. Málið verður ennþá flóknara þegar einn af samstarfmönnum CSI liðsins verður aðalsökudólgurinn. Hin látna vann fyrir einkaspæjarafyrirtæki sem sérhæfir sig í því að laða og plata gifta menn sem eru grunaðir um framhjáhald. | ||||
Extreme | Elizabeth Devine og John Haynes | Karen Gaviola | 15.12.2003 | 10 - 34 |
Ungri konu er hent af bílastæðahúsi, rannsóknin leiðir í ljós að hún var látin áður en henni var hent og að henni hafi verið rænt. Delko lendir í vandræðum þegar hann rekst á hóp bílaþjófa. | ||||
Complications | Sunil Nayar og Corey Miller | Scott Lautanen | 05.01.2004 | 11 - 35 |
Svæfingarlæknir sem vann á lýtaaðgerðarstofu finnst hengdur á heimili sínu, rannsóknin leiðir í ljós að um morð er að ræða. Málið verður flóknara þegar læknirinn missti sjúkling á borðinu vikuna áður og að eiginmaðurinn telur að hún hafi verið myrt. | ||||
Witness To Murder | Ildy Modrovich, Laurence Walsh og Michael Ostrowski | Duane Clark | 12.01.2004 | 12 - 36 |
Demantasali sem er að flytja tvær milljónir af vöru er drepinn eftir að hann lendir í árekstri. Eina vitnið að atvikinu er einhverfur og segir að morðinginn heitir Colton. Á meðan þá rannsaka Speedle og Delko dauða unglingsstúlku sem finnst á stoppistöð með brotinn háls. Stuttu eftir að fórnarlambið er tekið af vettvanginum, þá hverfur líkið í flutningi til Miami. | ||||
Blood Moon | Jonathan Glassner og Marc Dube | Scott Lautanen | 02.02.2004 | 13 - 37 |
Vindilsframleiðandi finnst bundinn, barinn, misþyrmdur og drepinn. Rannsóknin leiðir Horatio að hópi innflytjanda frá Kúbu. Hinum megin í bænum, þá er 25 ára gamall maður skotinn þegar hann er að taka út pening úr hraðbanka, ástæðan er ókunn þar sem þetta var ekki rán. | ||||
Slow Burn | Shane Brennan og Michael Ostrowski | Joe Chappelle | 09.02.2004 | 14 - 38 |
Delko og Alexx brenna næstum því til dauða, þegar þau rannsaka andlát veiðimanns sem finnst skotinn nálægt sinubruna í Everglades mýrunum. Seinna meir, annað fórnarlamb finnst af ungri konu sem var barin til dauða. Horatio telur að kynferðisofbeldismaður sé á bakvið árásina og brunann. | ||||
Stalkerazzi | Elizabet Devine og Steven Maeda | Deran Sarafian | 16.02.2004 | 15 - 39 |
Ljósmyndari fræga fólksins finnst látinn í bíl sínum eftir bílslsys, Horatio telur að hann hafi verið myrtur. Rannsóknin leiðir liðið að kvikmyndastjörnu sem fannst í vafasamri stellingu á ljósmynd sem var tekin af ljósmyndaranum. | ||||
Invasion | Brian Davidson og Jonathan Glassner | Felix Enriquez Alcala | 23.02.2004 | 16 - 40 |
Fyrrverandi brimbrettakappi finnst myrtur á heimili sínu, á meðan eiginkona hans og sonur finnast illa barin. | ||||
Money For Nothing | Marc Cube | Karen Gaviola | 01.03.2004 | 17 - 41 |
Horatio er fljótur á staðinn þegar brynvarinn bíll sem er að flytja $3.2 milljónir dollara er rændur. Á meðan ráninu stendur þá er ökumaðurinn skotinn og Horatio skýtur annan af ræningjunum. | ||||
Wannabe | Elizabeth Devine, Steven Maeda og John Haynes | Fred Keller | 22.03.2004 | 18 - 42 |
Rannsóknarmál Horatios og Speedles stendur á blóðum drifnum latexhönskum sem voru stolnir af glæpavettvangi af CSI eftirhermu. Þegar Speedle finnur hann loksins, þá er CSI eftirherman dolfallin yfir því hversu fljót Speedle fann hann. Á meðan þá rannsaka Delko og Calleigh dauða ungrar konu sem finnst skotin og finnst umvafin ruslapoka í gámi bakvið fínan Miami næturklúbb sem hún vann hjá. | ||||
Deadline | Ildy Modrovich, Laurence Walsh og Sunil Nayar | Deran Sarafian | 29.03.2004 | 19 - 43 |
Josh Dalton, ungur blaðamaður hjá Miami Sun, verður vitni að því þegar vinur hans, aðstoðarmaður borgarfulltrúa, er skotinn til bana í Golden Triangle eiturlyfjahverfinu. | ||||
The Oath | Alison Lea Bingeman | Duane Clark | 19.04.2004 | 20 - 44 |
Lögreglumaður dettur niður dauður eftir að hafa stoppað bíl og kemur í ljós að hann var myrtur. Horatio verður tortrygginn þegar innraeftirlitið rannskar málið. Á meðan þá hjálpar Calleigh konu sem er misþyrmt af hugsanlegum sökudólgi í málinu. Yelina byrjar ástarsamband við óvin Horatios – sem er yfir rannsókninni frá innraeftirlitinu. | ||||
Not Landing | Shane Brennan, Marc Dube og Jonathan Glassner | Joe Chappelle | 03.05.2004 | 21 - 45 |
Eftir að lítil flugvél hrapa á ströndina og flugmaðurinn deyr, Horatio finnur efni tengd framleiðslu kókaíns. Svo virðist sem samstarfsmaður fórnarlambsins hafi eyðilagt vélina. En þegar ný sönnunargögn sína að flugmaðurinn var látinn áður en slysið átti sér stað, því rannsakar liðið nágranna fórnarlambsins – sem eru ríkir og lifa í afgirtu samfélagi, þar sem grægði og afbrýðissemi geta verið hættulegar ástæður fyrir morði. | ||||
Rap Sheet | Ildy Modrovich og Corey Miller | David Grossman | 10.05.2004 | 22 - 46 |
Öryggisvörður finnst látinn eftir tónleika rappara og verður CSI að rannsaka málið. Rapparinn 10-Large neitar að tala við lögregluna varðandi morðið og hver gæti verið á bakvið það. En þegar sönnungargögn sýna að öryggisvörðurinn hafi verið skotmarkið. Á meðan þá fær Alexx mesta áfall líf síns þegar lík vaknar upp frá dauða í líkhúsinu hennar. | ||||
MIA/NYC NonStop | Anthony E. Zuiker, Ann Donahue og Carol Mendelsohn | Danny Cannon | 17.05.2004 | 23 - 47 |
Þegar unglingsstúlka snýr heim til sín eftir partýstand, þá finnur hún foreldra sína myrta, leitin að morðingjanum leiðir Horatio til New York borgar. Áður hann lendir í NY, þá er CSI NY liðið stýrt af Rannsóknarfulltrúanum Detective Mac Taylor, kallað til þess að rannsaka skotárás á lögreglumanni – sem er aðalsökudólgurinn í Miami málinu. En þegar réttarlæknirinn segir að hann hafi verið látinn í 72 tíma og gæti ekki verið morðinginn í Miami. Eftir nákvæmnari rannsóknir, Horatio og Mac ákveða að raunverulegi morðinginn drap NY lögguna, og notaði skilríki hans til þess að fara til Miami og leikur lausum hala. | ||||
Innocent | Steven Maeda, Sunil Nayar og John Haynes | Joe Chappelle | 24.05.2004 | 24 - 48 |
Klámmyndaleikkona finnst kyrkt í almenningsgarði. Mikilvæg sönnungargögn í málinu eyðileggjast, sem gerir það að verkum að, Rick Stetler úr innraeftirlitinu er látinn rannsaka málið, til mikilillar armæðu Horatios, á meðan reynir CSI liðið að finna morðingjann. | ||||
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „CSI: Miami (season 2)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. mars 2010.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- DVD Release Dates Geymt 5 mars 2007 í Wayback Machine at TVShowsOnDVD.com.