Listi yfir CSI:Miami (1. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fyrsta þáttaröðin af CSI: Miami var frumsýnd 23. september 2002 og sýndir voru 24 þættir.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Golden Parachute Steven Maeda Joe Chappelle 23.09.2002 1 - 1
Megan Donner snýr aftur til CSI liðsins og aðstoðar við að rannsaka flugslys í Everglades mýrunum. Á meðan verið er að leita eftir eftirlifandi fólki, þá finna þau kvenn fórnarlamb fimm mílur frá slysstaðnum. Þegar eini maðurinn sem lifði af slysið segir að konan hafi opnað hurð flugvélarinnar til þess að fremja sjálfsmorð, þá verður Horatio tortrygginn. Nú verður CSI liðið að endurskapa slysið til þess að komast að því hvað nákvæmlega gerðist um borð í flugvélinni, þar sem hlutirnir passa ekki saman við söguna.
Losing Face Steven Maeda og Gwendolyn Parker Joe Chappelle 30.09.2002 2 - 2
Þegar hálssprengja springur og drepur góðvin Horatios. Eftir lát vinar síns, Horatio vinnur hart og ákveðinn í málinu, sem veldur áhyggjum hjá Megan, sem missti eiginmann sem við lögreglustörf. Með þrjár sprengjur í viðbót, þá er CSI liðið sett í nýjar aðstæður við það að komast að því hver er á bakvið verkið og næstu fórnarlömb. Sönnunargögn leiða þau að kólumbískri höfn og uppgvöta ákveðna hluti um starfsmennina sem gæti hjálpað málinu. Ný sönnunargögn leiða í ljós að sprengjumaðurinn er á eftir sprengjusveitinni sjálfri.
Wet Foot/Dry Foot Eddie Guerra Tusker Gates 07.10.2002 3 - 3
Horatio og liðið rannsaka líkamspart af manni sem finnst inn í maga af hákarli. Megan uppgötvar fljótlega að maðurinn var skotinn til bana. Seinna meir þá finnst annað fórnarlamb fljótandi í innri höfninni.
Just One Kiss Laurie McCarthy og Matt Witten Scott Brazil 4 - 4
Látinn maður með skorinn háls og hálft brunnið andlit finnst á ströndinni, ásamt ungri stúlku sem er miðvitundarlaus eftir að hafa barin og hent í sjóinn. Rannsóknin leiðir Horatio að virðulegri fjölskyldu í Flórída og tengsl hennar við gamalt mál sem hefur valdið Horatio miklum höfuðverk í mörg ár.
Ashes to Ashes Mark Israel Bryan Spicer 21.10.2002 5 - 5
Þegar prestur finnst látinn í prestsetri sínu eftir að hafa verið skotinn til bana. Megan, Calleigh og Speedle reyna að vinna úr málinu tengt vef fjölskyldumála sem leiddi til dauða hans. Á meðan þá rannsaka Horatio og Eric mál ungrar óléttrar konu sem finnst í brenndum bíl eftir sprengingu.
Broken Ildy Modrovich og Laurence Walsh Deran Sarafian 28.10.2002 6 - 6
CSI liðið rannsakar innanhús ævintýraland þegar ung stelpa finnst látin á baðherbergi. Verða þau að elta uppi sökudólginn sem er á bakvið glæpinn fljót sem auðið er, þar sem flestir á staðnum hafa verið bannaðir frá því að yfirgefa staðinn. Síðan kemur í ljós að þetta var ekki venjulegt mannrán heldur þaulskipulagt með alvarlegar afleiðingar.
Breathless Steven Maeda og Gwendolyn Parker Charles Correll 04.11.2002 7 - 7
Þegar nakið lík af karlstrippara finnst látinn eftir einkapartý og á CSI erfitt með að ákveða orsök dauðans. Á meðan þá rannsakar Megan sundmann sem dettur niður dauður eftir að hafa klifrað upp í bát, sjö mílur frá landi.
Slaughterhouse Laurie McCarthy Dick Pearce 11.11.2002 8 - 8
Horatio og liðið rannsaka morð á heilli fjölskyldu, þau einu sem lifa af eru littla stelpan og faðirinn.
Kill Zone Lois Johnson og Mark Israel Daniel Attias 18.11.2002 9 - 9
Leyniskytta er á sveimi í miðbæ Miami og CSI liðið verður að hafa hraðann á, áður en hann skýtur aftur.
A Horrible Mind Ildy Modrovich og Laurence Walsh Greg Yaitanes 25.11.2002 10 - 10
Horatio, Speedle og Calleigh rannsaka óvenjulegt morð á háskóla prófessor sem finnst misþyrmdur og bundinn við tré. Grunur þeirra beinist að bekknum hans sem tengist trúarreglum. Á sama tíma þá rannsaka Delko og Megan bíl sem finnst undir vatni með lík í skottinu, og gruna strax tryggingarsvindl.
Camp Fear Eddie Guerra og Steven Maeda Deran Sarafian 16.12.2002 11 - 11
CSI liðið rannsakar andlát ungrar fyrirsætu sem finnst nálægt ungmennafangelsis búðum fyrir stúlkur. Hinum megin í bænum þá rannsaka Delko og Speedle furðulegan dauða manns sem brann innan frá og út. Lt. Donner hættir hjá liðinu vegna perónulegra ástæðna.
Entrance Wound Laurie McCarthy og Gwendolyn Parker David Grossman 06.01.2003 12 - 12
Giftur maður og samstarfskona hans sem eru að leita eftir smá ástarævintýri, finna látna vændiskonu í herbergi sínum – sem leiðir til þess að hin dimma fortíð mannsins kemst upp. CSI liðið rannsakar einnig bílrán þegar þýskur túristi er drepinn, í miðju ráni.
Bunk Elizabeth Devine Charles Correll 27.01.2003 13 - 13
CSI liðið rannsakar eiturlyfjaverksmiðju, og eldri kona finnst myrt á hjúkrunarheimili.
Forced Entry Mark Israel og Lois Johnson Artie Mandelberg 03.02.2003 14 - 14
Nakinn maður finnst bundinn við rúm sitt, eftir að hafa kafnað á meðan hann var beittur kynferðislegu ofbeldi. Líkbrennslumaður finnst myrtur, og þegar líður á rannsóknina þá finnast lík sem ekki hafa verið brennd.
Dead Woman Walking Ildy Modrovich og Laurence Walsh Jeannot Szwarc 10.02.2003 15 - 15
Ræningi finnst látinn á götunni, með brotinn háls.En lið Horatios á við enn stærra vandamál að stríða, þegar við krufningu þá kemst í ljóst að maðurinn komst í tengingu við geislavirkt efni. Núna þarf liðið að vinna hratt til þess að finna hver drap manninn áður en næsta fórnarlamb, umhverfislögfræðingur deyr úr geislavirkni vegna eitrunar.
Evidence of Things Unseen David Black Joe Chappelle 17.02.2003 16 - 16
CSI liðið rannsakar rússneskan innflytjanda sem var stunginn til bana. Eina vitnið að glæpnum var stripparinn sem var að sýna fyrir hann.
Simple Man Steven Maeda Greg Yaitanes 24.02.2003 17 - 17
Áður en Horatio á að bera vitni gegn manni í morðdómsmáli sem er eiginmaður bæjarstjórnarkonu, þá er honum gefin ný sönnunargögn sem sýna að maðurinn sé saklaus.
Dispo Day Elizabeth Devine, Ildy Modrovich og Laurence Walsh David Grossman 10.03.2003 18 - 18
Rannsókn á eiturlyfjaráni, sýnir nýja hlið á CSI liðinu, þegar þau sjálf eru undir smásjánni á máli sem þau eru að reyna að leysa.
Marc Dube Joe Chappelle Joe Chappelle 31.03.2003 19 - 19
Horatio berst gegn Alríkislögreglunni og U.S. Marshals (Bandaríska Réttarlögreglan) þegar hann reynir að komast að því hver drap konu við sundlaugarbakkann á fínu hóteli. Á sama tíma, þá þarf Calleigh að standa auglits til auglits við föður sinn varðandi áfengisvandamál hans.
Grave Young Men Lois Johnson Peter Markle 04.04.2003 20 - 20
Horatio er beðinn af fyrrverandi fanga, að hjálpa sér að finna son hans sem er týndur. Þegar líður á rannsóknina, þá uppgvötar Horatio að strákurinn hefur planað skotárás. Annarsstaðar, þá verður Speedle hrifinn af fallegri fyrirsætu sem gæti tengst dauða kærasta síns.
Spring Break Stephen Maeda Deran Sarafian 28.04.2003 21 - 21
Horatio og liðið rannsaka dauða tveggja nemenda sem eru í staddir í Miami í vorfríi. Fyrra fórnarlambið er ung stúlka sem finnst látin á ströndinni með brotinn háls og mannbit á löppunum. Það seinna er ungur maður sem finnst látinn á botni sundlaugar, en virðist hafa látist áður en hann fór í laugina.
Tinder Box Corey Miller Charlie Correll 05.05.2003 22 - 22
Speedle og Delko eru viðstaddir þegar vinsæll næturklúbbur verður eldinum að bráð, með þeim afleiðingum að 16 manns deyja og margir særast.
Freaks and Tweaks Elizabeth Devine og John Haynes Deran Sarafian 12.05.2003 23 - 23
Sprenging í gamalli hlöðu drepur næstum því Horatio og lið hans. Málið verður persónulegt þegar aðal sökudólgurinn þekkti bróður hans. Á rannsóknarstofunni, þá verður Alexx hissa þegar hún kemst að því að eiginmaður vinkonu hennar er myrtur.
Body Count Ildy Modrovich og Laurence Walsh Joe Chappelle 19.05.2003 24 - 24
Vandræðin byrja þegar fangi er stunginn til bana í fangelsisgarðinu. Stuttu eftir að Horatio mætir á staðinn, þá kemur þyrla svífandi yfir. Hann telur að morðið sé tálbeita fyrir flótta. Sem er staðfest þegar þrír fangar hlaupa út og stíga um borð í þyrluna. Þegar líður á rannsóknina þá kemur í ljós hverjir fangarnir eru: tveir þeirra er kaldrifjaðir morðingjar sem eru löngu búnir að ákveða næstu fórnarlömb sín.

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]