Linus Torvalds
Útlit
(Endurbeint frá Linus Benedict Torvalds)
Linus Benedict Torvalds (fæddur 28. desember 1969 í Helsinki í Finnlandi) er finnskur tölvunarfræðingur þekktastur fyrir að hafa skrifað stýrikerfiskjarnann Linux. Linus lærði við Háskólann í Helsinki á árunum 1988 til 1996 og býr nú í Bandaríkjunum.
Hann hefur fengið fjölda verðlauna t.d. 2014 IEEE Computer Society Computer Pioneer Award og 2018 IEEE Masaru Ibuka Consumer Electronics Award.