Lincoln (fjárkyn)
Lincoln er fjárkyn upprunalega ræktað í Lincoln-skíri á Englandi. Ræktun þess hófst í á 19. öld og í það var blandað Border Leicester-blóði til að betrumbæta kjöteiginleika kynsins.
Einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Lincoln-kynið er stundum kallað „stærsta fjárkyn í heimi“ enda eru hrútarnir milli 110 og 160 kg að þyngd, ærnar litlu minni, eða 90 til 115 kg. Byggingin er þétt og það sterklegt, þó það geti verið nokkuð háleitt þegar það er nýrúið.
Ull Lincoln-kinda er mikil og þétt. Lokkarnir eru krullaðir og sumir gripir eru hærðir allt niður fyrir framfótarhné og hækla. Ullarlokkarnir verða 20 til 40 sm langir og skiptist ullin nokkuð í miðju um hrygginn. Ær af Lincoln-kyni eiga það til að verða full feitar og þá lækkar frjósemin hjá þeim umtalsvert. Kindurnar eru allar hvítar.