Fara í innihald

Lina Bo Bardi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
SESC Pompéia eftir Line Bo Bardi.

Lina Bo Bardi (fædd Achillina Bo, 5. desember 1914 – 20. mars 1992) var ítalsk-brasilískur módernískur arkitekt og hönnuður. Hún hafði einkum áhuga á samfélagslegu og menningarlegu hlutverki arkitektúrs og blöndun alþýðilegra og módernískra þátta í nútímaarkitektúr. Hún átti oft erfitt með að njóta sannmælis fyrir hönnun sína í Brasilíu, þar sem hún vann mestan hluta ævinnar, þar sem hún var bæði útlendingur og kona.[1] Vinsældir hennar hafa farið vaxandi frá 2008 þegar yfirlitsrit verka hennar frá 1993 var endurútgefið.[1]

Lina Bo Bardi er þekkt fyrir fjölmargar teikningar sem hún gerði til að þróa hugmyndir sínar um tengsl hefðar og nútíma, ljóðrænu og rökhyggju. Meðal þekktustu verka hennar eru „Glerhúsið“ sem var heimili þeirra Pietro Maria Bardi frá 1951, Listasafnið í São Paulo 1957-1968 og frístundamiðstöðin SESC Pompéia í São Paulo 1977-1986. Hún fékkst líka við húsgagna- og skartgripahönnun. Bardi-skálin („Bardi Bowl“) er þekktur stóll eftir hana frá 1951.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Sustainable Lina : Lina Bo Bardi's adaptive reuse projects. Condello, Annette., Lehmann, Steffen. Switzerland: Springer. 2016. ISBN 9783319329840. OCLC 957700259.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.