Fara í innihald

Lestarslys

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi lest gekk of langt í Montparnasse í Frakklandi árið 1865.

Lestarslys eru slys sem að gerast í umferð lesta. Þau geta falið í sér t.d. árekstur tveggja eða fleiri lesta, að lest fari útaf sporinu eða að lest lendi í árekstri við hlut á teinunum, t.d. bifreið.

Mannskæðustu lestarslys sögunnar eru:

  • Ryongchon slysið, 22. apríl 2004: Óþekktur fjöldi fólks fórst (tölur frá 50 og upp í 3.000 eru nefndar) þegar sprenging varð í lest sem að flutti eldfiman varning af einhverju tagi. Norður-Kóreska ríkisstjórnin hefur þó ekki viljað gefa miklar upplýsingar um atburðinn þannig að margt er á huldu varðandi orsakir og afleiðingar.
  • Telwatta á Sri Lanka, 26. desember 2004: Um 1.600 manns létust þegar flóðbylgjan í Indlandshafi skall á strönd Sri Lanka og sökkti lest sem að átti leið þar um, oftast talið mannskæðasta lestarslys sögunnar sökum óvissunnar um Ryongchon.
  • Bihar á Indlandi, 1981: Um 800 manns létust þegar lest fauk út af brú í óveðri.

Lestarslys í einstaka löndum[breyta | breyta frumkóða]