Lesbos
39°10′00″N 26°20′00″A / 39.16667°N 26.33333°A
Lesbos er þriðja stærsta eyja Grikklands eftir Krít og Euboea. Hún er 1632 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru um 86.000. Þar af býr um þriðjungur í höfuðstaðnum Mytilene. Lesbos er nálægt Tyrklandi og aðskilin því af Mytilinisundi.
Söguágrip
[breyta | breyta frumkóða]Samkvæmt ilíonskviðu Hómers var Lesbos í fornöld hluti af konungsríkinu Príam sem er nú svæði innan Tyrklands. Ýmis konungsríki voru á eyjunni þar til Rómverjar náðu völdum árið 79. fyrir Krist og höfðu Persar ráðið henni um stuttan tíma. Á miðöldum var eyjan undir Austrómverska keisaradæminu og undir stjórn borgríkisins Genúa. Ottómanaveldið lagði undir sig Lesbos árið 1462 og réð henni til 1912 þegar hún varð hluti af Grikklandi eftir Balkanstríðið fyrsta.
Árið 2015 komst eyjan í sviðsljósið þegar straumur flóttamanna hélt til eyjarinnar frá Tyrklandi.
Lesbía
[breyta | breyta frumkóða]Orðið lesbía er tilvísun í Lesbos en þekktasta forngríska skáldkonan Saffó orti þar tilfinningarík ljóð til annarra kvenna.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hver var þekktasta skáldkona Forngrikkja? Vísindavefur. Skoðað 15. apríl, 2016
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Lesbos“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. apríl 2016.