League of Legends

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

League of Legends eða LOL er MOBA leikur sem hannaður er og gefinn út af Riot Games fyrir Microsoft Windows,Nintendo og Mac OS X. Leikurinn er byggður á hugmyndum frá Defense of the Ancients (DotA) fyrir tölvuleikinn Warcraft III: The Frozen Throne. Það er ókeypis að spila leikinn en hann er kostaður af örviðskiptum. Leikurinn kom á markað 27. október 2009 og hefur síðan notið sívaxandi vinsæld og var í árið 2012 samkvæmt upplýsingum í Forbes tímaritinu sá PC leikur sem mest var spilaður í Norður-Ameríku og Evrópu miðað við hve margar klukkustundir fóru í leikjaspilun.

Í leiknum League of Legends eru spilarar í hlutverki eða "champion" og hafa sérstaka eiginleika og berjast við lið á móti öðrum leikendum eða tölvustýrðum champions. Í vinsælasta leikham er markmið hvers liðst að eyða nexus hjá liðum andstæðinga en það er bygging sem er í hjarta vígis sem er umlukið varnarvirkjum. Hver League of Legends-leikur byrjar á að allir champions eru veikir og eflast með að safna gulli og reynslu gegnum leikinn.

Öflugt samfélag er kringum leikinn. Riot Games skipuleggur keppnir þar sem átta atvinnulið eru í hverri heimsálfu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikipedia
Wikipedia