Fara í innihald

Laxalús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krabbadýr
Laxalýs á mismunandi þroskastigum. Efst er þroskuð laxalús með eggjaþræði, í miðjunni þroskuð laxalús án eggjaþráða og neðst laxalús á lirfustigi.
Laxalýs á mismunandi þroskastigum. Efst er þroskuð laxalús með eggjaþræði, í miðjunni þroskuð laxalús án eggjaþráða og neðst laxalús á lirfustigi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Hexanauplia
Ættbálkur: Siphonostomatoida
Ætt: Caligidae
Ættkvísl: Lepeophtheirus
Tegund:
Laxalús (L. salmonis)

Laxalús (fræðiheiti: Lepeophtheirus salmonis) er tegund krabbaflóa sem lifir sem sníkjudýr á fiskum, einkum laxfiskum, einkum kyrrahafslaxi, atlantshafslaxi og sjóbirtingi en finnst einnig stundum á hornsíli. Laxalús nærist á slími, roði og blóði hýsilsins. Laxalýs festa sig sjálfar við hýsilinn en þegar þær eru lausar geta þær borist með straumum og vindi um efri lög sjávar þangað til þær finna hentugan hýsil.

Sýking af völdum laxalúsar er eitt þeirra umhverfisvandamála sem upp koma í laxeldi í sjókvíum á Íslandi og víðar í heiminum.[1]

Þrátt fyrir nafngiftina er laxalús ekki lús sem er undirhópur skordýra heldur krabbadýr.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Margrét Thorsteinsson (2019). Vöktun á sjávarlúsum á villtum laxfiskum í Patreksfirði 2019.[óvirkur tengill] Skýrsla Náttúrustofu Vestfjarða nr. 19. 42 bls.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.