Fara í innihald

Laxá (Leirársveit)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hótelið og veitingastaðurinn Laxárbakki til hægri og Laxá til vinstri.

Laxá í Leirársveit er lindá í Borgarfirði. Upptök hennar teljast í Eyrarvatni í Svínadal en í rauninni rennur hún milli allra vatnanna í Svínadal og heitir efst Draghálsá, þar sem hún fellur í Geitabergsvatn, síðan Þverá milli þess og Þórisstaðavatns og á milli Þórisstaðavatns og Eyrarvatns heitir hún Selós.

Áin fellur svo um Leirársveit og til sjávar norðan við Akranes. Kallast víðáttumikið ósasvæði hennar Leirárvogar eða Grunnafjörður og er friðland fyrir fugla. Ósasvæðið er um 6 km langt að sjó, áin sjálf, frá ósasvæðinu að Eyrarvatni, er um 14 km að lengd og vötnin og árnar þar fyrir ofan um 10 km.

Laxá er ein af betri laxveiðiám landsins. Áður var hún aðeins laxgeng upp að Eyrarfossi, um 2 km neðan við Eyrarvatn, en árið 1950 var gerður laxastigi í fossinn og er hún síðan laxgeng alveg upp í Draghálsá.

  • Laxá í Leirársveit. Tíminn, 6. apríl 1994“.
  • Laxá í Leirársveit. Á vef Stangaveiðifélags Akraness, sótt 5. nóvember 2010“.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.