Fara í innihald

Laxá (Þingeyjarsýslu)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laxá í Laxádal

Laxá er lindá í Suður-Þingeyjarsýslu sem rennur úr Mývatni og niður Laxárdal. Ofan Brúarfossa og Laxárvirkjunar nefnist áin Laxá í Mývatnssveit, en neðri hluti árinnar kallast Laxá í Aðaldal. Laxá er önnur vatnsmesta bergvatnsá landsins og ein þekktasta laxveiðiáin. Árið 1970 stóð Laxárdeilan um virkjun efst í Laxá.

Efri hluti Laxár er um 33 kílómetrar að lengd frá Brúarfossum að upptökum í Mývatni, en heildarlengd árinnar er 58 km. Hún er að mestu leyti hrein lindá, nema hvað Kráká fellur í hana efst. Vatnsmagnið er því nokkuð stöðugt. Allt umhverfi árinnar er vel gróið og þykir einstaklega fagurt og þar er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Margir góðir veiðistaðir eru í Laxá og þar hafa oft veiðst miklir stórlaxar. Laxá í Laxárdal er líka þekkt fyrir að vera ein besta urriðaveiðiá landsins og veiðast þar oft stórir og vænir urriðar. Náttúrufegurð þykir mikil við Laxá en áin rennur á hrauni allan Aðaldal að Æðarfossum neðan við Laxamýri, um 1 km frá sjó, en þar fellur hún fram af hraunbrúninni. Brúarfossar eru þó ekki svipur hjá sjón eftir að Laxá var virkjuð þar um 1950.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.