Fara í innihald

Laugarnesstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laugarnesstofa

Laugarnesstofa var steinhús í Laugarnesi í Reykjavík. Húsið var reist sem biskupssetur 1826. Landsstjórnin keypti landið og lét byggja. Þar sat fyrstur Steingrímur biskup og var biskupssetur í Laugarnesi til 1856. Laugarnesstofa stóð skammt sunnan við núverandi listasafn Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara.

Laugarnesstofa var eitt örfárra steinhúsa sem reist voru á Íslandi á fyrri hluta 19. aldar. Hún stóð þó ekki lengi. Það er sagt húsið hafi verið illa frágengið að þaki og lak stöðugt. Síðustu árin var það ekki hæft til íbúðar og var rifið fyrir aldamótin 1900. Síðast voru vistaðir þar franskir bólusóttarsjúklingar árið 1871. Nokkrir þeirra létust úr bólunni og voru jarðsettir í gamla Laugarneskirkjugarði síðastir manna. Laugarnesstofa var svipuð Viðeyjarstofu að útliti nema minni, og á framhlið var stór kvistur með skúrþaki.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.