Laugardagur
Útlit
Laugardagur er 7. og síðasti dagur hverrar viku. Nafn hans er dregið af því að eitt sinn tíðkaðist að fólk laugaði sig, það er færi í bað, á þessum degi. Laugardagur er á eftir föstudegi en á undan sunnudegi, sem er þá fyrsti dagur næstu viku.
Laugardagur er hvíldardagur og helgur hjá gyðingum, sjöunda dags aðventistum og jafnvel fleirum.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Laugardagur.