Landsveit
Útlit
Landsveit eða Land, er svæði sem svarar til hins gamla Landmannahrepps, eins konar tunga í norður og skilgreinist af Þjórsá í vestur, Ytri-Rangá í austur og skilonum við Holtahrepp og Ásahrepp í suður.
Austur af Landsveit, fyrir austan Ytri-Rangá eru Rangárvellir, sem ná að Eystri Rangá. Landsveit er tæplega 30 km. löng, frá norðri til suðurs.
Landnámsmenn á svæðinu voru helstir Ketill Örriði, Ketill einhendi, Þorsteinn lunan og Steinn snjalli Baugsson. Bera Lunansholt og Snjallsteinshöfði enn nöfn þeirra.
Þar sem mörg býli á svæðinu bera nöfn sem víðar koma fyrir eru þau jafnan aðgreind með -á Landi, Skarð á Landi, Mörk, Stóruvellir.