Fara í innihald

Landssamtök lífeyrissjóða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
10 stærstu lífeyrissjóðirnir [1]
Lífeyrissjóður Hlutfall eigna (í lok ársins 2008)
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 18,03%
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 15,63%
Gildi-lífeyrissjóður 13,13%
Stapi lífeyrissjóður 6,02%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 5,69%
Almenni lífeyrissjóðurinn 5,26%
Stafir lífeyrissjóður 4,77%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 4,28%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 3,66%
Festa lífeyrissjóður 3,43%

Landssamtök lífeyrissjóða eru heildarsamtök lífeyrissjóða á Íslandi sem hlotið hafa starfsleyfi samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða eða starfa samkvæmt sérlögum um lífeyrissjóða. Landssamtökin hafa innan sinna vébanda 21 lífeyrissjóð sem í voru um 265 þúsund greiðandi sjóðfélagar í lok árs 2017. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samtökunum. Eignir lífeyrissjóða í Landssamtökum lífeyrissjóða voru um 4.114 milljarður króna í árslok 2017[2].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Aðildarsjóðir“. Sótt 30. janúar 2010.
  2. „Samtökin“. Sótt 30. janúar 2010.