Landnámshænsn
Útlit
Landnámshænsn er afbrigði nytjahænsna, en flokkast sem deilitegund frá Gallus gallus í Gallus gallus domesticus og þaðan í fjölmörg ræktunarafbrigði, en hefur ekkert sérstakt fræðilegt flokkunarheiti. [1]
Landnámshænsn komu til Íslands með landnámsmönnum á tíundu öld og rannsóknir á vefjaflokkagerð hennar sýnir skyldleika með gömlum norskum hænsnum.
Landnámshænan er litskrúðug, fremur stór og harðger og hefur sterka hvöt til að unga sjálf út og liggja á eggjunum, en hænan verpir um einu eggi á dag um varptímann. Stofninn telur nokkur hundruð fugla, sem m.a. má finna á Hvanneyri og í Húsdýragarðinum í Laugardal.
Heimildir:
[breyta | breyta frumkóða]- „Hefur íslenska hænan sérstakt fræðiheiti?“. Vísindavefurinn. ^
- Eigenda og ræktunarfélag landnámshænsna sótt 26. nóvember 2006
- Bjarteyjarsandur Geymt 28 febrúar 2007 í Wayback Machine Sótt 26. nóvember 2006
- Íslenskar hænur Geymt 16 apríl 2012 í Wayback Machine