Kvæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ræktunarafbrigði)
Fjóla 'Clear Crystals Apricot' (Viola x hybrida 'Clear Crystals Apricot')

Kvæmi eða ræktunarafbrigði (yrki stundum notað sem samheiti) er afbrigði af jurt sem valið hefur verið til ræktunar vegna eftirsóttra eiginleika. Kvæmi getur verið ræktað upp eða byggst á vali úr villtri tegund. Ný kvæmi sem komið er upp geta verið skilgreind sem hugverk í yrkisrétti.

Kvæmi eru tilgreind með heiti innan einfaldra gæsalappa á eftir tegundarheiti (eða heiti yrkis) eða heiti ættkvíslar eða almennu heiti; Dæmi: Malus 'Granny Smith' (epli 'Granny Smith'), Lactuca sativa L. var. longifolia 'Parris Island Cos' (romaine-salat 'Parris Island Cos'). Heiti kvæmis er hluti af flokkunarfræði plöntunnar og fellur því ekki undir einkarétt seljanda, en auk heitis kvæmisins geta kvæmi frá tilteknum framleiðanda haft markaðsheiti sem þá er varið með sama hætti og vörumerki.

Kvæmi sem ræktuð eru með kynlausri æxlun eru kölluð klónar.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.