Lambakregða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lambakregða er sjúkdómur sem leggst á ung lömb. Fullorðið getur verið smitberar. Helstu einkenni sjúkdómsins er að lömbin verða dauf og fylgja mæðrum sínum illa. Þá mæðast þau fljótt við áreynslu. Orsök veikinnar er hægfara lungnabólga af völdum sýkla sem eru ekki ósvipaðir lungnapestarsýklum en þó eru einnig aðrir sýklar sem valda veikinni.

Sum lömb ná sér fljótt en önnur sýna enn veikina eftir að þau koma úr sumarhögum. Þau hósta og hafa gráleitt slím í vitum. Sjúkdómur þessi dregur lömbin þó sjaldan til dauða en aftur á móti verða þau rýr og næm gegn öðrum sjúkdómum.

Með tvíbólusetningu árlega með þrívirku bóluefni er hægt að draga úr sjúkdóminum þar sem hann er algengur og jafnvel koma í veg fyrir hann þar sem hann er ei landlægur.