Fara í innihald

Lama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af núverandi Dalai lama sem ungum dreng

Lama (tíbeska: བླ་མ་) er trúarlegur titill sem er gefinn kennimeisturum og andlegum fyrirmyndum í tíbetskum búddisma jafnt munkum sem nunnum. Þessi titill samsvarar sanskrítartitlinum gúru. Trúarhefð tíbetskra búddista kennir meðal annars að lamar séu endurfæddir boddhisattvar og hafi þeir snúið aftur til jarðlífs til að auðvelda öðrum að ná nirvana. Þannig hafa fjölmargar lama-ættir skapast í Tíbet þar sem laman endurfæðist í fjölmargar kynslóðir. Þannig er til dæmis með Dalai Lama, æðsta leiðtoga tíbetskra búddista og Panchen Lama, sem er sá næst æðsti. Núverandi Dalai Lama er sá fjórtándi í röðinni í sinni ætt og Panchen Lama sá ellefti í sinni.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]