Fara í innihald

La Légende de l'Ouest

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kápa frönsku útgáfu bókarinnar

La Légende de l'Ouest (íslenska: Hetjur Villta Vestursins) eftir belgíska teiknarann Morris (Maurice de Bevere) og höfundinn Patrick Nordmann er 72. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 2002 og hefur ekki verið gefin út á íslensku.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Að lokinni sýningu hjá hinu fræga Vestra-leikhúsi biður sýningarhetjan Buffalo Bill Lukku Láka um að slást í hópinn. Lukku Láki afþakkar boðið, en stingur upp á því að Daldónarnir verði fengnir til að troða upp í staðinn, enda frægir stigamenn. Vandinn er sá að Daldónarnir sitja bak við lás og slá. Í fangelsinu komast Daldónarnir í kynni við rótarann Geronimius Caesar Plunk sem lofar þeim frægð og frama í sýningargeiranum. Bræðurnir fjórir ákveða því að stjúka úr fangelsinu ásamt rótaranum og komast að hjá Vestra-leikhúsinu.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Nokkrar raunverulegar persónur, sem tóku þátt í Vestra-leikhúsinu, koma við sögu í bókinni, m.a. sirkusstjórinn og ævintýramaðurinn William F. Cody (1846-1917), skyttan víðfræga Annie Oakley (1860-1926) og indíánahöfðinginn Sitjandi Boli (ca. 1831-1890).
  • La Légende de l'Ouest er síðasta bókin í bókaflokknum um Lukku Láka sem Morris teiknaði og kom út um ári eftir að hann andaðist. Í erfðaskrá sinni gaf Morris leyfi fyrir því að aðrir héldu áfram að teikna sögurnar og við keflinu tók franski teiknarinn Achdé (Hervé Darmenton).