Fara í innihald

Lýsingarháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lýsingarháttur er fallháttur (einn af háttum sagna) og gegnir líku hlutverki og lýsingarorð eða atviksorð.

Lýsingarháttur nútíðar í íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Sjá Hættir sagna í íslensku § Lýsingarháttur nútíðar.

Lýsingarháttur þátíðar í íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Sjá Hættir sagna í íslensku § Lýsingarháttur þátíðar.

Lýsingarháttur þátíðar er notaður með sögnunum „hafa“, „vera“, „verða“ (hún hafði sofið, hann er valinn, hann verður sóttur).

Lýsingarháttur þátíðar kemur einnig oft fyrir með sögnunum „geta“, „eiga“ og „fá“; til dæmis „ég get farið“, „hann fær engu ráðið“, „þú átt það skilið“. Stundum er orði, orðstofni eða forskeytið aukið framan við lýsingarhátt þátíðar; til dæmis „útsofinn“, „alfarnir“, „ókomnir“ og ætti þá að greina hann sem lýsingarorð.

Lýsingarháttur þátíðar er eini fallhátturinn í íslensku sem getur fengið ólíkar endingar eftir kynjum (ekki persónum).

Endingar[breyta | breyta frumkóða]

Lýsingarháttur þátíðar endar á , -d, -t eða -inn/-in, -ður, -dur, -tur og fær endingar eftir kynjum og tölum eins og lýsingarorð, einn fallhátta (brennt barn forðast eldinn, enginn verður óbarinn biskup, hann er kominn).

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

  • Hann hefur komið.
  • Ég hef komið.
  • Húsið var málað í fyrra.
  • Veggurinn var málaður tvisvar.
  • Hún er komin.
  • Þeir eru komnir.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.