Spjall:Lýsingarháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Valinn, sóttur[breyta frumkóða]

Lýsingarháttur þátíðar er notaður með sögnunum „hafa“, „vera“, „verða“ (hún hafði sofið, hann er valinn, hann verður sóttur).

Held að þetta sé vitlaust. Sofið, já, þetta er lýsingarháttur þátíðar. En "valinn" og "sóttur" eru bara lýsingarorð. Lýsingarhættir þátíðar eru "valið" og "sótt" og eru ekki notað þannig með vera/verða.

Er það ekki? En kannski hef ég rangt fyrir mér, íslenskan er ekki móðurmálið mitt :) En ég er frekar viss um það. Og það er mun meira í greininni sem mér finnst vitlaust út af því. -- Rei (spjall) 10. júlí 2016 kl. 03:46 (UTC)

Hmm, áhugavert. Árnastofnun er ekki sammála mér [1] - hún segist að það sé sagnbót sem beygist ekki, að lýsingarháttur þátíðar er það sem beygist. En það þýðir að greinin sé ennþá vitlaust, því "sofið" í "hún hafði sofið" væri sagnbót [2]
Skrýtið, því ég hef lesið frekar margar málfræðibækur sem kalla það "lýsingarháttur þátíðar"... -- Rei (spjall) 10. júlí 2016 kl. 03:59 (UTC)
Meira að segja finnst mér skrýtið að kalla það sem beygist "lýsingarháttur þátíðar" því það eigi ekki aðeins við þátíðina. T.d. "hann er valinn" (ekki bara "var valinn"), "hann verður sóttur" (ekki bara "var sóttur"), o.fl.
Meh. Ég gefst upp ;) -- Rei (spjall) 10. júlí 2016 kl. 04:03 (UTC)