Fara í innihald

Lucanus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lúcanus)
Pharsalia, 1740

Marcus Annaeus Lucanus (3. nóvember 39 - 30. apríl 65) var rómverskt skáld og er af mörgum talinn meðal bestu höfunda á síðklassíska tímabilinu eða á svonefndri „silfuraldarlatínu“.

Lucanus var að störfum á valdatíma Nerós og naut þónokkurra vinsælda. Hann hlaut verðlaun fyrir kveðskap árið 60. Söguljóð hans, Pharsalia (sem í handritum heitir Bellum civile eða Borgarastríðið), fjallaði um borgarastríðið í Róm um miðja 1. öld f.Kr. milli Júlíusar Caesars og Pompeiusar og fékk góðar viðtökur. Aftur á móti féll hann úr náð valdhafa og var viðriðinn samsæri Gaiusar Calpurniusar Pisos. Þegar upp komst að hann hefði gerst sekur um landráð var hann neyddur til þess að fremja sjálfsmorð með því að láta sér blæða út. Áður en hann lést hafði hann ásakað ýmsa aðra í von um að verða náðaður, m.a. móður sína.

Faðir hans var tekinn af lífi í kjölfarið en móðir hans slapp, sem og ekkja hans Polla Argentaria, og hlaut lof Statiusar á valdatíma Domitianusar. Að Lucanusi látnum var afmælisdagur hans haldinn hátíðlegur. Eitt árið var flutt ljóð í tilefni dagsins, sem enn er varðveitt; þar er ekkja Lucanusar ávörpuð og ýmislegt kemur fram um ævi og störf Lucanusar (Statius, Silvae, II.7).

Söguljóð Lucanusar um borgarastríðið var óklárað þegar hann lést og er handritageymd kvæðisins fremur flókin vegna fjölda uppskrifta sem ber oft ekki saman.

Pharsalia var í miklum metum á miðöldum; Dante getur Lucanusar tvisvar:

Verk hans höfðu gríðarleg áhrif á skáldskap og leikritun á 17. öld. Shelley, Southey og Macaulay lofuðu allir verk hans mjög.

Pharsalia er til í íslenskri þýðingu frá 12. eða 13. öld, sem síðari hluti Rómverja sögu.