Löngusker

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Löngusker eru allstór sker vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík, eða beint fyrir norðan Álftanes. Skerin eru áberandi þegar lágsjávað er en hverfa nær alveg í stórstraumsflóðum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2006 var eitt af stefnumálum lista Framsóknarmanna að ná þjóðarsátt um að Reykjavíkurflugvelli yrði fundinn endanlegur samastaður á landfyllingu á Lönguskerjum.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.