Lögveð
Útlit
Lögveð eru veð í verðmætum sem bera lögmæltan forgang fram yfir annars konar veðkröfur, og stofnast sjálfkrafa án íhlutunar né sérstaks samþykkis veðsalans né annarra veðhafa. Dæmi um lögveð eru hússjóðsgjöld og iðgjöld í skyldubundnum brunatryggingum. Þessi forgangur gildir að jafnaði einvörðungu í takmarkaðan tíma og er hann mislangur eftir því hvers kyns skuldbindingu lögveðið á að tryggja.