Fara í innihald

Erfingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lögerfingi)

Erfingi samkvæmt erfðarétti er sá aðili sem fékk, er að fá, eða stendur til að fá arf frá arfleifanda. Erfingjar skiptast niður í nokkra flokka eftir stöðu þeirra við úthlutun arfs. Íslensku erfðalögin (nr. 8/1962) heimila erfingja að afsala sér arfi ef arfleifandi samþykkir. Erfingja er einnig frjálst að hafna arfi þegar til stendur að úthluta honum, en um þann rétt er þó ekki sérstaklega getið í lögunum.

Algengt er að lög ríkja kveði á um að morðingi geti ekki erft eftir þann sem viðkomandi myrðir. Þá er í lögum sumra ríkja að sé manneskju nauðgað og barn sé getið við þá háttsemi, komi nauðgarinn þá ekki til greina sem erfingi þess barns. Þá gæti ófætt barn talist erfingi foreldris þess sem deyr fyrir fæðingu þess, ef það fæðist lifandi.

Bréferfingjar

[breyta | breyta frumkóða]

Bréferfingjar eru þeir aðilar sem byggja rétt sinn til arfs samkvæmt ákvæðum í erfðaskrá. Sá arfur kallast bréfarfur. Þó þarf að athuga að erfingjar sem falla undir aðra flokka geta að auki verið bréferfingjar.

Einkaerfingjar

[breyta | breyta frumkóða]

Einkaerfingi er sá aðili sem erfir einn allan arf úr dánarbúi arfleifanda, óháð því hvort um sé að ræða bréfarf eða lögarf.

Lögerfingjar

[breyta | breyta frumkóða]

Lögerfingi er sú persóna sem byggir rétt sinn á arfi samkvæmt sjálfgefnu fyrirkomulagi í lögum. Sá arfur kallast lögarfur.

Ríkissjóður

[breyta | breyta frumkóða]

Ríkissjóður fær allan arf sem ekki er hægt að úthluta til bréferfingja né (annarra) lögerfingja.

Skylduerfingjar

[breyta | breyta frumkóða]

Skylduerfingi er sá lögerfingi sem fær arf eftir arfleifanda óháð afstöðu hins síðarnefnda. Sá arfur kallast skylduarfur. Í íslenskum rétti eru skylduerfingjar arfleifanda maki arfleifanda ásamt börnum hans, eða staðgenglum þeirra úr röðum niðja þeirra séu þau látin. Samkvæmt íslensku erfðalögunum getur arfleifandi eingöngu ráðstafað ⅓ hluta ef til staðar er skylduerfingi.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.