Fara í innihald

Árfjarðarbátur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lófótungur)
Árfjarðarbáturinn Skårungen

Árfjarðarbátur eða Lófótungur er hefðbundin norsk bátsgerð frá Árfirði í Fosen í Suður-Þrændalögum. Þessir bátar voru smíðaðir úr söguðum viði (yfirleitt greni) eftir tilkomu sögunarmylla við lok 18. aldar. Þeir eru náskyldir Nordlandsbátum, með hátt og bratt stefni, eitt mastur með háu trapisulaga þversegli og toppsegli. Í skutnum var lítið skýli sem hægt var að taka af. Stærstu bátarnir af þessari gerð (sex- og áttrónir) voru notaðir til fiskveiða við Lófóten. Þeir komu líka við sögu línuveiða undan Austfjörðum þar sem Íslendingar keyptu þá af Norðmönnum og gerðu út fram yfir aldamótin 1900.

Árfjarðarbátar eru til í nokkrum stærðum. Sá minnsti er feræringur (færing), 12-14 fet á lengd, en sá stærsti er sex- eða áttróinn teinæringur (fembøring), 52 fet á lengd.

Tveir endurgerðir Árfjarðarbátar eru til á Íslandi, í Reykjavík og á Húsavík. Þeir voru gjöf frá Noregi í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Þeir munu vera fyrstu endurgerðu teinæringarnir af þessari gerð en síðan þá hafa nokkrir slíkir verið smíðaðir í Noregi.