Lárus Sigurbjörnsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lárus Sigurbjörnsson (22. maí 1903 – 5. ágúst 1974) var íslenskur rithöfundur, leikskáld og minjavörður. Foreldrar Lárusar voru Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason og Guðrún Lárusdóttir. Móðir hans var kosin á Alþingi 1930 en lést í bílslysi árið 1938 með tveimur systrum Lárusar.

Lárus útskrifaðist árið 1922 með stúdentspróf í stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík[1] en fór utan til Kaupmannahafnar í nám. Hann lauk prófi í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla[2] og gaf síðan út smásagnasafn á dönsku. Þegar hann snéri aftur til Íslands varð hann formaður Leikfélags stúdenta um tíma[3] og skrifaði leikrit sem komu út 1930.

Lárus þýddi fjölda leikrita, m.a. Hrekkir Scapins (Les fourberies de Scapin) eftir Molière (meðþýðandi), Jóhann úlfstjarna (Johan Ulfstjerna) eftir Tor Hedberg og Jeppi á fjalli (Jeppe paa Bierget) og fleiri gamanleikrit eftir Ludvig Holberg. Auk þess skrifaði hann greinar og bækur um leiklist og leiklistarsögu Íslands.

Á árunum 1954 til 1968 var hann forstöðumaður Minjasafns Reykjavíkur og varð sá fyrsti til að gegna því embætti. Hann beitti sér fyrir stofnun Árbæjarsafns. Árbæjarsafn var fyrsta útisafnið á Íslandi og var opnað árið 1957.[4]

Ritverk (úrval)[breyta | breyta frumkóða]

Ártal Titill Forlag Efni
1925 Over passet og andre fortællinger Nyt nordisk forlag (Kaupmannahöfn) Smásögur
1930 Þrír þættir: leikrit Ísafoldarprentsmiðja Leikrit
1949 'Móðir mín - tilraun til lýsingar og skilnings,' í Moðir mín (ritstj. Pétur Ólafsson) Bókfellsútgáfan Minningar um Guðrúnu Lárusdóttur
1953 Tugstafakerfi við bréfafærslu og skrásetningu bæjar- og sveitarstjórnarmálefna Skjalasafn Reykjavíkurbæjar Flokkunarkerfi
1954 Þáttur Sigurðar málara: brot úr bæjar- og menningarsögu Reykjavíkur Helgafell Ævisaga Sigurðar málara
1970 Sire: frjálslega með farin söguleg gleði um danska stórmaktstíð á Íslandi í þremur þáttum Gleðir Leikrit
1970 Stórifoss strandar: pólitísk gleði í 3 þáttum Gleðir Leikrit

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið, 2. júlí 1922, 4.
  2. Tíminn, 24. maí 1924, 84.
  3. Stúdentablaðið, 6.8 (1929): 110.
  4. Saga Minjasafns Reykjavíkur, http://www.minjasafnreykjavikur.is/desktopdefault.aspx/tabid-4234 Geymt 15 júní 2013 í Wayback Machine

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Steinunn Bjarman, 'Lárus Sigurbjörnsson: safnafaðir Reykjavíkurborgar,' í Söguspegill: afmælisrit Árbæjarsafns (Reykjavík: Árbæjarsafn, 1992), 30-48.