Lágmarkspar
Útlit
Lágmarkspar er í hljóðkerfisfræði pör orða eða orðasambanda í tilteknu tungumáli sem eru aðeins aðgreinanleg með einu fónemi, tónemi eða krónemi og hafa aðgreinda merkingu. Þau eru notuð til þess að sýna að tvö fón standa í aðgreindum fónemum í tungumálinu.
Dæmi um lágmarkspör í íslensku eru „hjól“ og „kjól“ eða „hestur“ og „bestur“.