Fara í innihald

Hljóðan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fónem)

Hljóðan er minnsta merkingargreinandi eining málsins. Ólíkt málhljóðum eru hljóðön huglægar eindir í hljóðkerfi málsins sem finnast með því að skoða venslin milli hljóða. Hljóðan er lykilhugtak í skilningi formgerðarsinna á hljóðkerfum. Litið er á það sem svo að talstraumurinn sé skorinn niður í búta sem aðskildar einingar. Þessi sneiðing er grundvöllur fyrir allri umritun hljóða með stöfum.