Fara í innihald

L'Amnésie des Dalton

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kápa frönsku útgáfu bókarinnar.

L'Amnésie des Dalton (Íslenska: Minnisleysi Daldóna) eftir belgíska teiknarann Morris (Maurice de Bevere) og höfundana Jean Léturgie og Xavier Fauche er 60. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1991 og hefur ekki verið gefin út á íslensku.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir tilviljun komast Daldónarnir, sem sitja í fangelsi í Yuma í Arisóna, að því að samfanga þeirra, sem misst hefur minnið, er gefið frelsi vegna glufu í lögum. Daldónarnir grípa tækifærið og gera sér upp minnisleysi til þess að losna úr prísundinni. Yfirvöld neyðast til að láta Daldónana lausa, en Lukku Láki er fenginn til að fá þá til að öðlast minnið á nýjan leik með því að setja á svið aðstæður sem eru þeim kunnuglegar, svo sem við banka-, lestar- og póstvagnarán.

Fróðleiksmolar

[breyta | breyta frumkóða]
  • L'Amnésie des Dalton er fyrsta Lukku Láka bókin sem kom út undir merkjum útgáfufyrirtækisins Lucky Productions sem Morris stofnaði árið 1991. Árið 1999 hóf Morris að gefa bækurnar út í samstarfi við Dargaud að nýju og þá undir merkjum Lucky Comics.
  • Mamma Dagga kemur við sögu í bókinni, í fyrsta skipti síðan hún birtist fyrst í samnefndri bók sem kom út árið 1971.
  • Í seinni hluta bókarinnar eru teikningar greinilega afritaðar milli ramma og endurnýttar, ósiður sem Morris tók upp á seinni hluta teikniferils síns.
  • Höfundurinn Léturgie lét hafa eftir sér í viðtali á árinu 2016 að bókin væri mislukkuð [1] Geymt 25 ágúst 2018 í Wayback Machine