Kynþáttur
Útlit
Kynþáttur er hugtak sem notað er í víðtæku og margbreytilegu samhengi. Hugtakinu er ætlað að lýsa mismunandi erfðafræðilegum þáttum mannhópa sem hafa einangrast við ákveðin svæði í þróunarsögunni. Notkun hugtaksins er umdeild, að stórum hluta vegna félagsfræðilegs og stjórnmálalegs ágreinings um hver skilgreining á kynþáttum skuli vera, einnig hvort hægt sé að skipta mannkyninu niður í ólíka kynþætti yfirhöfuð. Enn fremur byggir kynþáttahyggja á hugtakinu kynþáttur og getur gert umræðu um kynþætti viðkvæma.