Kynjajafnrétti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tákn um kynjajafnrétti

Kynjajafnrétti er hugtak þar sem haldið er fram að jafnrétti skuli vera milli kynjanna, það er að segja að konum og körlum sé ekki mismunað út frá kyni sínu. Hugtakið byggist á því lögmáli að konur og karlar hafa sömu réttindi og möguleika á öllum sviðum lífsins.

Kynjajafnrétti felur í sér meðal annars jafna dreifingu valds og áhrifamáttar, sömu möguleika fyrir fjárahagslegt sjálfstæði, sömu tækifæri í vali á atvinnugrein, starfi og þróunartækifærum í vinnunni, jafnan aðgang að menntun, sömu möguleika til að þróa áhugamál sín, hæfileika og metnað, deilda ábyrgð á börnum og heimilisstörfum og frelsi frá kynbundnu ofbeldi.

Kynjajafnrétti er eitt af markmiðum mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem stuðlað er að jafnrétti í lögum og samfélaginu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.