Kynhormón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kynhormón skiptast í beggjakyns, karlkyns og kvenkyns kynstera. Hormónin GBH, ESH og GnRH gegna mikilvægum hlutverkum varðandi kyn en teljast ekki til kynhormóna. Kynhórmon eru framleidd í kynkirtlunum (þ.e. í eggjastokkunum eða eistunum) eða nýrnahettunum. Þau geta líka umbreytast úr öðrum kynhormónum í ný í vefjum eins og lifri eða fituvef.

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Helstu tegundir kynhormóna eru andrógen og estrógen, og þau mikilvægustu þessara tegunda hormóna eru testósterón og estradíól. Það er líka til þriðja tegund, prógesterón. Almennt eru andrógen talin „karlkyns“ hormón því þau hefur karlvæðandi áhrif og estrógen talin „kvenkyns“ hormón því þau hafa kvenvæðandi áhrif. Þrátt fyrir þetta eru báðar tegundir til í báðum kynjum þó í mismunandi stigum.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.