Kviðdómssetning Condorcets

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kviðdómssetning Condorcets er kennisetning um líkur þess að tilekin hópur einstaklinga komist að réttri niðurstöðu. Condorcet markgreifa setti hana fram í ritgerð sinni (e. Essay on the Application of Analysis to the Probability of Majority Decisions) árið 1785.[1] Kennisetning þessi er kennd við kviðdóm vegna þess að þeirra er verkefnið að skera úr um hvort sakborningur er sekur eða saklaus.

Í sinni einföldustu mynd sýnir kennisetningin formlega fram á að við beitingu meirihlutakosningu við þær aðstæður að kosið sé um tvo valmöguleika, að því gefnu að annar þeirra sé réttur og hver kjósandi hafi eitt atkvæði, séu meiri líkur á að rétt niðurstaða komi út með hækkandi tölu kjósanda ef líkurnar á því að hver kjósandi hafi rétt fyrir sér sé meiri en ½. Séu hins vegar minni en helmingslíkur á að hver kjósandi hafi rétt fyrir sér er ráðlegast að fjöldi kjósanda sé einn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Condorcet makrgreifi (1785). „Essai sur l'application de l'analyse á la probabilité des décisions rendues á la pluralité des voix“ (pdf). Sótt 2010.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.