Kvennaframboð
Kvennaframboð er þegar boðnir er fram í stjórnmálum listar einvörðungu skipaðir konum. Á Íslandi hafa á tveimur tímabilum verið kvennaframboð á Íslandi þar sem samtök kvenna hafa boðið fram sérstaka lista við borgarstjórnarkosningar og kosningar til Alþingis.
Kvennaframboðin 1982-1983
[breyta | breyta frumkóða]Samtök um kvennaframboð voru stofnuð á fjölmennum fundi á Hótel Borg þann 31. janúar árið 1982. Það mættu 300-400 konur á stofnfundinn. Kvennaframboðið fékk tvo fulltrúa kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur og tvo fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar árið 1982. Á Akureyri tók framboðið þátt í meirihlutasamstarfi kjörtímabilið 1982-1986 en bauð þó ekki fram aftur í næstu kosningum, oddviti listans þar var Valgerður H. Bjarnadóttir. Þá buðu samtökin (Kvennalistinn) fram í þremur kjördæmum í alþingiskosningunum árið 1983. Þau hlutu 5,5% atkvæða og komu þremur fulltrúum á þing.