Fara í innihald

Kjörfursti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kurfürst)
Sjö kjörfurstar hins heilaga rómverska ríkis

Kjörfursti (þýska: Kurfürst) voru meðlimir kjörþingsins sem valdi keisara hins Heilaga rómverska ríkis. Oftast voru þeir sjö talsins: fjórir veraldlegir og þrír andlegir. Veraldlegu kjörfurstarnir voru konungur Bæheims, greifinn af Pfalz, hertoginn af Saxlandi og markgreifinn af Brandenburg. Andlegu kjörfurstarnir voru erkibiskuparnir í Mainz, Trier og Köln. Í Þrjátíu ára stríðinu var hertoganum af Bæjaralandi bætt við og árið 1692 varð hertoginn af Braunschweig-Lüneburg kjörfursti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.