Kundalini
Kundalini (Sanskrít kuṇḍalinī, कुण्डलिनी) er hugtak sprottið frá fornum andlegum iðkunum og fræðum indlandsskagans sem hafa fengið viðurnefnið jógafræði. Samkvæmt jóga-fræðum Indlands er kundalini ákveðið form af shakti (máttur). Kundalini er lýst sem dularfullum andlegum mætti sem hægt er að vekja upp til að hreinsa sūkṣma śarīra eða „grunnkerfi“ mannsins og þannig komast í vitundarástand sem kallast „yoga“ (guðdómlegt samband eða sameining)[1][2]. Fornritin Yoga Upanishad lýsa kundalini sem „vafning“ eða því sem „hringar sig upp“ við enda hryggjasúlunar. Kundalini er oftast lýst sem gyðju eða sofandi snák sem bíður þess að vera vakinn upp. Nútíma lýsingar á kundalini tengja það oftast við ómeðvitaða, eðlislæga „orku“ eða „lífsorku“.
Adi Shakti og Kundalini Shakti
[breyta | breyta frumkóða]Samkvæmt andlegum fræðum Indlands liggur guðdómurinn innra með öllum verum í tvennskonar formi, sem starfandi form og athafanlaust form. Hið athafnalausa form guðdómsins er hin allsherjar sál alheimsins og hið starfandi form kallast adi shakti eða adi parashakti. Guðdómurinn býr semsagt innra með öllu í bæði athafnalausu formi og athafnasömu formi, guðdómurinn er því allsráðandi. Sem hið athafnalausa form (sem aðhefst ekki heldur aðeins fylgist með og er "vitni" af sköpun sinni) er guðdómurinn sálin innra með öllum verum en í sínu athafnasama, eða starfandi, formi birtist hann sem Kundalini shakti, sem er annað nafn á adi parashakti.
Kundalini shakti er grunn uppspretta allrar lífsorku innra með öllum lifandi verum. Það er uppspretta alls þess krafts sem við notumst við í okkar daglega lífi. Með því að hugleiða og vekja upp kundalini er hægt að hafa stjórn á tilfinningum sínum og hafa áhrif á maya í lífi sínu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Rai, U.C (1993). Medical Science Enlightened. New Delhi: Life Eternal Trust. ISBN 81-900325-0-X.
- ↑ MORGAN, ADAM. "Sahaja Yoga: an ancient path to modern mental health?." (1999), p. 18