Kristjón Kormákur Guðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristjón Kormákur Guðjónsson (fæddur 4. febrúar 1976) er íslenskur rithöfundur, blaðamaður og ritstjóri. Kristjón hefur skrifað þrjár bækur og hefur starfað í fjölmiðlum frá árinu 2012.

Kristjón Kormákur á langan feril í blaðamennsku. Hann hefur ritstýrt Pressunni, DV, Hringbraut og Fréttabladid.is. Þá hefur Kristjón einnig starfað fyrir Wikileaks og stofnað sinn eigin miðil.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Kristjón hóf störf sem blaðamaður á Pressunni sumarið 2012. Tveimur árum síðar var hann ráðinn ritstjóri Pressunar. Kristjón var annar tveggja ritstjóra DV árið 2016

var ráðinn ritstjóri DV árið 2016 og árið eftir varð hann aðalritstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar sem rak vefina DV.is, Pressan.is, Eyjan.is, 433.is og Bleikt.is

Árið 2019 sagði Kristjón upp störfum og tók við vef Hringbrautar. Í lok árs 2019 tók Kristjón við vef Fréttablaðsins en lét af störfum í maí 2020. Þá tók hann að sér ráðgjöf fyrir vef Mannlífs frá desember 2020 til lok febrúar 2021.

Í byrjun mars tók Kristjón að sér verkefni fyrir Wikileaks sem stóð í rúma tvo mánuði til að aðstoða í tengslum við mál sem rekið er gegn Julian Assange í Bandaríkjunum. Starfaði Kristjón fyrir Wikileaks frá mars 2021 en lét af störfum í byrjun maí 2021.

Kristjón hóf undirbúning að stofnun 24 - Þínar fréttir sumarið 2021 og var skráður eigandi og ritstjóri miðilsins. Miðillinn var tekinn til gjaldþrotaskipta í nóvember 2022. [1] Fyrr á árinu viðurkenndi Kristjón að hafa brotist inn í skrifstofu Mannlífs, keppinauta sinna. [2]

Ritaskrá[breyta | breyta frumkóða]

  • Óskaslóðin. Skáldsaga. Mál og menning, Reykjavík 1997.
  • Frægasti maður í heimi. Skáldsaga. Isabella, Reykjavík 2005.
  • Strandamenn í blíðu og stríðu 100 gamansögur af Strandamönnum. Vestfirska forlagið, Þingeyri 2008.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 24 miðlar teknir til gjaldþrotaskipta Mbl.is, sótt 24/2 2023
  2. Játar innbrotið á skrifstofu Mannlífs Mbl.is, sótt 24/2 2023