Kristbjörn Albertsson
Útlit
Kristbjörn Albertsson (8. ágúst 1944 – 18. júlí 2022) var íslenskur körfuknattleiksmaður, þjálfari, dómari og stjórnarmaður. Hann dæmdi bæði í körfuknattleik og fótbolta og varð fyrsti alþjóðadómari Íslands í körfuknattleik árið 1973.[1] Fimm sinnum var hann valinn dómari ársins hjá KKÍ.[2] Kristbjörn varð formaður Körfuknattleikssambands Íslands í stuttan tíma árið 1980 eftir að Stefán Ingólfsson sagði af sér[3] og svo aftur tímabilið 1981[4] til 1982.[5]
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]- Körfuknattleiksdómari ársins (5): 1976, 1979, 1980, 1986, 1987
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fyrsti íslenski alþjóðadómarinn í körfuknattleik“. Faxi. 1. janúar 1975. Sótt 21. júlí 2017.
- ↑ „Besti dómarinn í úrvalsdeild karla“. Körfuknattleikssamband Íslands. Sótt 21. júlí 2017.
- ↑ „Formaður KKÍ segir af sér“. Morgunblaðið. 14. mars 1980. Sótt 21. júlí 2017.
- ↑ „Kristbjörn var kosinn“. Vísir. 4. maí 1981. Sótt 21. júlí 2017.
- ↑ Atli Arason; Valur Páll Eiríksson (26. júlí 2022). „Kristbjörn Albertsson er látinn“. Vísir. Sótt 26. júlí 2022.