Fara í innihald

Kristínartindar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristínartindar í júní.
Kristínartindar í nóvember.
Útsýni frá Kristínartindum niður að Morsárjökli.

Kristínartindar eru fjöll norður af Skaftafellsheiði í svæði Skaftafells í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þeir mynda hálfhring um fornan gíg, sem opnast til vesturs. Hæsti tindur þeirra rís 1126 metra yfir sjó. Norðan tindanna er þverhnípi, þannig að gæta verður fyllstu varúðar í göngu á tindinn. Til norðausturs frá Kristínartindum liggur örmjór kambur, Skörðin, til Skarðatinds (1385 m) sem er í jaðri Vatnajökuls. Gönguleiðir á Kristínartinda eru frá tjaldstæðinu í Skaftafelli. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kristínartindar Geymt 22 apríl 2017 í Wayback Machine Nat.is. Skoðað 5. febrúar 2016.