Fara í innihald

Kosningaskylda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Kosningaskyldu fylgt eftir
  Kosningaskyldu ekki fylgt eftir
  Kosningaskyldu fylgt eftir (aðeins fyrir karlmenn)
  Kosningaskyldu ekki fylgt eftir (aðeins fyrir karlmenn)
  Kosningaskylda afnumin

Kosningaskylda er skylda sem ríkisborgarar tiltekins lands eiga til að greiða atkvæði í kosningum. Þar sem kosningaskyldu er fylgt eftir eru þeir sem ekki kjósa ábyrgir fyrir því að greiða sekt, glata kosningarétti (yfirleitt tímabundið) eða fá annars konar refsingu. Kosningaskylda er í 22 löndum heims en henni er fylgt eftir í aðeins 11 lýðræðislegum löndum sem jafngildir 5% aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Í Belgíu er elsta kosningaskylda í heimi sem er enn í gildi í dag. Hún var innleidd árið 1892 fyrir karlmenn og árið 1949 fyrir konur. Belgíumenn sem eru 18 ára eða eldri og ekki kjósa geta fengið sekt, en ef þeir greiða ekki atkvæði í fjórum kosningum í röð geta þeir misst kosningarétt í 10 ár.

Borgurum þeirra ríkja þar sem kosningaskyldu er fylgt eftir gremst henni í auknum mæli í dag. Stærsta landið þar sem kosningaskyldu er fylgt eftir er Brasilía en þrátt fyrir skylduna kusu 20% Brasilíumanna ekki í síðustu forsetakosningum 2014. Refsing fyrir að kjósa ekki er hvað ströngust í Brasilíu.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.