Konunglegi grasagarðurinn í Kew

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Inni í vatnaliljahúsinu.
Temperate gróðurhúsið
Pálmahúsið í Kew garðinum

Konunglegi grasagarðurinn í Kew (e. Royal Botanic Gardens, Kew eða Kew Gardens) er grasagarður og hópur gróðurhúsa á milli hverfanna Richmond og Kew í suðvestur-London á Englandi. Hann er mikilvægur ferðamannastaður og rannsóknarstofnun í grasafræði. Þar vinna 700 manns og honum eru veittar 56 milljónir breskra punda árlega. Um það bil tvær milljónir ferðamanna heimsóttu garðinn árið 2008. Hann var stofnaður árið 1759 og hélt upp á 250 ára afmælið árið 2009. Frá árinu 1840 hefur hann verið grasagarður Bretlands. Á vorin blómstra krókusar og blómlaukar og kirsuberjatré. Ýmis tré og jurtir standa í blóma yfir sumarið en á haustin blómstra hrossakastaníur, sólblómi og vatnalilju.

Davies alpahúsið

Forstjórinn er Stephen Hopper og hann sér um stærsta safn lifandi jurta í heimi. Yfir 650 vísindamenn vinna þar. Í lifandi söfnunum eru yfir 30.000 jurtategundum og í jurtasafninu eru yfir sjö milljónir niðurlagða jurta (þetta er stærsta safn jurta í heimi). Í bókasafni garðsins eru yfir 750.000 bækur og það eru um 175.000 myndir og teikningar af jurtum í myndsafninu. Árið 2003 var garðurinn settur á heimsminjaskrá UNESCO.

Pálmahúsið var byggt af arkitektinum Decimus Burton og járnsgerðarmanninum Richard Turner milli 1844 og 1848 og var fyrsta stórahúsið úr beygðu járni. Það er talið merkasta dæmi um gler og járnskúlptúr frá Viktoríutímanum. Glerið er handblásið. Í Pálmahúsinu er hægt að skoða plöntur frá hitabeltinu. Temperate húsið sem er helmingi stærra en Pálmahúsið er stærsta glergróðurhús frá Viktoríutímanum sem varðveist hefur. Gróðurhúsið Þe Prince of Wales Conservatory var opnað 1987 en í því eru sýnishorn af tíu mismunandi gróðurhverfum sem spanna allt frá eyðimörkum til hitabeltisins. Í Kew gróðurhúsunum tókst á 19. öld að fróvga gúmmítré (Hevea brasiliensis) til ræktunar utan Suður-Ameríku. Í febrúar 1913 var Tehúsið brennt af súffragettunum Olive Wharry og Lilian Lenton. Mörg hundruð tré fórust í stórviðri árið 1987.

Kew höllin, sólúr í forgrunni

Kews höllin er minnsta höll bresku konungsfjölskyldunnar. Hún var byggð 1631 og síðar keypti George III höllina. Bak við höllina er drottningargarðurin en þar er safn af jurtum sem taldar voru lækningajurtir. Aðeins eru þar jurtir sem komnar voru til Englands á 17. öld. Fyrir framan höllina er sólúr Sérstök lest fer hringferð um garðinn með gesti og stoppar á nokkrum stöðum. Sjálfboðaliðar bjóða á hverjum degi upp á ókeypis skoðunarferðir um garðinn undir leiðsögn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.