Fara í innihald

Víðidalsá (Húnaþingi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kolufoss

Víðidalsá er bergvatnsá sem rennur um Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu og er ein þekktasta og besta laxveiðiá landsins. Þar er einnig mjög góð sjóbleikjuveiði.

Áin er dragá sem á upptök á Víðidalstunguheiði og Stórasandi og heitir ein upptakakvíslin þar Dauðsmannskvísl. Nafnið er sagt komið af því að Ásgeir æðikollur, bóndi á Ásgeirsá, hafi fundið smalamann sinn þar sofandi og reiðst honum svo að hann hafi drepið hann og dysjað hann við kvíslina. Ýmsir lækir og smærri ár renna í Víðidalsá og niðri í Víðidal rennur svo Fitjá í hana. Í Víðidal rennur áin alllangan spöl í tilkomumiklu gljúfri sem kallast Kolugljúfur. Þar sem hún fellur ofan í gljúfrið eru fossar sem heita Kolufossar.

Víðidalsá fellur í Hópið, rétt austan við Skollanes, í landi jarðarinnar Gottorp. Hópið er hálfsalt stöðuvatn eða lón sem nær út undir Húnaflóa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.