Koisanmál
Útlit
Koisanmál eru hópur afrískra tungumála sem upphaflega var flokkaður saman af Joseph Greenberg.[1] Voru mælendur þeirra kallaðir búskmenn og hottintottar. Koisanmál deila smellhljóðum sem samhljóðum og tilheyra ekki öðrum afrískum tungumálaættum. Nokkur bantúmál hafa þó tekið upp smellhljóð frá koisanmálunum. Lengi voru þau talin skyld hvert öðru, en eru nú talin til þriggja tungumálaætta og tveggja einangraðra tungumála. Það khoisanmál sem á sér flesta mælendur er nama sem er talað af um 50 000 manns í Namibíu. Alls munu einhvað í kringum 125 000 tala þessi mál. Rúmlega 40 tungumál teljast til ættar þessarar og eru þau flest töluð af innan við eitt þúsund manns.
Lengst til norðurs ná sandave og hatsa sem töluð eru í Tansaníu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Greenberg, Joseph H. 1955. ''Studies in African Linguistic Classification.'' New Haven: Compass Publishing Company. (Reprints, with minor corrections, a series of eight articles published in the ''Southwestern Journal of Anthropology'' from 1949 to 1954.)
- ↑ Güldemann, Tom; Vossen, Rainer (2000). „Khoisan“. Í Heine, Bernd; Nurse, Derek (ritstjórar). African Languages: An Introduction (enska). Cambridge: Cambridge University Press. bls. 99–122. ISBN 9780521666299 – gegnum Google Books.
- ↑ Tishkoff, S. A.; og fleiri (2007). „History of Click-Speaking Populations of Africa Inferred from mtDNA and Y Chromosome Genetic Variation“. Molecular Biology and Evolution. 24 (10): 2180–2195. doi:10.1093/molbev/msm155.