Koinemál
Útlit
(Endurbeint frá Koine)
Koinemál er tungumál sem verður til við að tvær eða fleiri mállýskur sama tungumáls renna saman, eru oft einfaldaðar, og verða almennt samskiptamál. Hugtakið er fengið úr forngrísku κοινή koine sem merkir „almennt [mál]“.
Koine er ólíkt pidgin-málum og kreólamálum þar sem nýtt tungumál verður til úr tveimur eða fleiri óskyldum tungumálum. Dæmi um koinemál eru koine gríska, ítalska, indónesíska og nútímahebreska.