Klofningur (Önundarfirði)
Útlit
Klofningur er berggangur sem gengur út í Önundarfjörð að norðanverðu um 2,5 km frá Flateyri. Berggangurinn er klofinn eftir endilöngu og dregur hann nafn sitt af því. Að Klofningi liggur akfær slóð.
Jarðfræði
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir ofan Klofning er Klofningshryggur sem er jökulgarður sem nær frá fjalli til fjöru. Talið er að við lok ísaldar hafi jökulgarðurinn náð í sjó fram. Mun ágangur sjávar hafa brotið jökulgarðinn og smám saman flutt hann til þannig að nú myndar hann eyrina sem Flateyri er byggð á.[1]
Aðrar upplýsingar
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir ofan Klofningshrygg er Klofningsdalur. Um hann og áfram um Klofningsheiði liggur leið á milli Suðureyrar og Flateyrar.
Við Klofning er skógræktarreitur. Þar var sorpurðunarsvæði Ísafjarðarbæjar fyrir óbrennanlegan úrgang. Svæðinu var lokað árið 2011.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Halldór Ásgeirsson (Desember 1995). „Umhverfi Flateyrar“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 30. Sótt Apríl 2020.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Unnið að lokunaráætlun við Klofning“. timarit.is. Sótt 27. apríl 2020.