Kjarnorkuleyndarmálið

From Wikipedia
Jump to navigation Jump to search
Bob Moran Nr. 8

Kjarnorkuleyndarmálið er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður[edit | edit source]

Í þessari Bob Moran-bók er það Balkanbandalagið, sem athyglin beinist að. Þar hefur verið fundin upp ný aðferð til að eyða kjarnorkuúrgangi — en í hverju hún er fólgin, veit umheimurinn ekki. Og auðvitað er það Bob, sem fenginn er til að athuga þetta svolítið nánar. Hann dulbýr sig sem kjarnorkufræðing, með þykk gleraugu og allt tilheyrandi andliti vísindamannsins. Svo er lagt upp í þessa háskaför. Það er óvíst um endurkomuna — það eru harðvítugir bófar umhverfis hann, hvar sem litið er — og skæðastur þeirra er „maðurinn með gulltennurnar“. Hann þekkir Bob strax, þrátt fyrir ágætt dulargerfi, en hann ljóstrar ekki upp um hann. Þá ánægju ætlar hann að geyma sér þar til síðar, og við aðrar og heppilegri aðstæður. Þeir eru nefnilega gamlir kunningjar Bob og „Maðurinn með gulltennurnar“, en það er eins konar gælunafn á höfðingjanum og er hans nánar getið í sérstakri bók með sama nafni. En Bob kemst að leyndarmálinu eitt kvöldið, svona af einskærri tilviljun. Síðan hefst baráttan, eftirförin, eltingaleikurinn alla leið heim til Parísar, þar sem úrslitaátökin eiga sér stað.

Aðalpersónur[edit | edit source]

Bob Moran, Jouvert ofursti, Roman Orgonetz (Artúr Greenstreet)

Sögusvið[edit | edit source]

La Panne, Frakkland - Varna, Balkan - Mikligarður, Tyrkland - París, Frakkland.

Bókfræði[edit | edit source]

  • Titill: Kjarnorkuleyndarmálið
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Les mangeurs d'atomes
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1961
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1964