Kjörís
Kjörís ehf. er íslenskur ísframleiðandi staðsett í Hveragerði. Fyrirtækið hóf starfsemi 31. mars 1969 og hefur alltaf verið staðsett í Hveragerði. Kjörís er fjórði stærsti vinnuveitandinn þar og eru starfsmenn fyrirtækisins um 50 talsins. Kjörís er meðal þekktustu vörumerkja Íslands og hefur fyrirtækið fengið ýmsar viðurkenningar.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirtækið er og hefur alltaf verið fjölskyldufyrirtæki og var stofnað af bræðrunum Gylfa Hinrikssyni og Braga Hinrikssyni ásamt bræðrunum Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristinssonum. Starfsemin byrjaði í 250 fermetra húsnæði en er nú komið í 5000 fermetra húsnæði í þremur húsum í Hveragerði ásamt dreifingarstöð á Akureyri og Ísafirði. Framleiðslutegundir Kjöríss voru í upphafi núgga-, súkkulaði- og vanillupakkaís ásamt frostpinnum en í dag eru vörutegundir fyrirtækisins um 160 talsins ásamt vinsælum innfluttum tegundum, t.d. Mars, Snickers og Bounty ís.
Ísdagur Kjöríss hefur verið haldinn árlega frá árinu 2007 á bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum í Hveragerði. Ísdagurinn er hluti af vöruþróun fyrirtækisins og lögð er sérstök ísleiðsla úr verksmiðjunni og út á bílaplan. Þar er gestum boðið upp á að bragða á nýstárlegum ístegundum. Til dæmis hefur verið boðið upp á sinnepsís, BBQ-ís, sykurpúðaís, öskuís, ís unninn úr brjóstamjólk sem og hefðbundnari bragðtegundir sem margar hafa að lokum farið í almenna framleiðslu hjá fyrirtækinu.
Stjórn og eigendur fyrirtækisins
[breyta | breyta frumkóða]- Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis
- Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins frá árinu 1993 og situr. Valdimar var valinn maður ársins 2010 í íslensku atvinnulífi að mati Frjálsrar verslunar.
- Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjöríss, f.v. formaður samtaka iðnaðarins
- Sigurbjörg Hafsteinsdóttir, kennari í Hveragerði.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Saga Kjöríss; af vefsíðu Kjöríss
- Um Kjörís; af vefsíðu Kjöríss
- Guðrún í Kjörís: Íslenskur iðnaður er burðarásinn; af vefsíðu Viðskiptablaðsins Geymt 8 apríl 2014 í Wayback Machine
- Framkvæmdastjóri Kjöríss maður ársins í íslensku atvinnulífi; af Vísi.is
- Ísdagurinn mikli í Hveragerði; af vefsíðu Morgunblaðsins